Pakkinn inniheldur 6 safa:

  • 2 græna: sellerí, agúrka, epli, spínat, sítróna og engifer.
  • 2 rauða: rauðrófa, epli, engifer og sítróna.
  • 2 appelsínugula: gulrætur, epli, túrmerik og sítróna.


Notkun: Vinsælt er að drekka 3 safa á dag í 2 daga og borða grænmeti með. Ef fólk vill aðeins vera á fljótandi má vel drekka alla safana á einum degi.

Við mælum með að byrja daginn á heituvatni með sítrónu, svo grænum safa, taka síðan rauðu þrumuna í hádeginu, túrmerikbombuna í kaffitímanum og borða salat í kvöldmat úr hráu og léttsteiktu grænmeti og toppa það með góðri olíu og ristuðu hnetum.
Þú átt ekki að vera að tryllast úr hungri. Það má alltaf grípa í grænmeti - vatnsmelóna er líka æði sem hádegisgleði. Nokkrar möndlur og 2-3 döðlur eru frábært millimál.

Athugaðu að þetta er ekki megrun, heldur hreinsandi heilsutrít.

Panta þarf með dagsfyrirvara.

Detoxpakki Tobbu

LEmon Six pack

Safarnir eru bragðgóðir, hollir og ferskir.


Litríku og fersku ávaxta- og grænmetis djúsarnir okkar eru ávallt nýkreistir úr fyrsta flokks hráefni. Safarnir henta vel til að ná jafnvægi á líkamann, gefa meltingunni hvíld og hjálpa til við að byggja upp orku líkamans.


Mælum með að byrja daginn á volgu sítrónuvatni og safana í þessari röð.

Mr. White: mangó, grænkál, sítróna, grænt epli

Mr. Orange: appelsína, engifer, sítróna, gulrót

Mr. Pink: greip, engifer, epli

Mr. Blue: rauðrófa, engifer, sítróna, epli

Mr. Blonde: spínat, engifer, sítróna, epli

Mr. Brown: jarðaber, mangó, epli


Mikilvægt að drekka vel af vatni yfir daginn og fá sér létt salat í kvöldmat ef þess þarf.


Ástæðan fyrir því að við notum engifer og sítrónu í meirihlutann af söfunum er að engifer dregur úr bólgum og örvar meltingarveginn. Sítrónur eru ríkar af C vítamíni og innihalda hátt hlutfall af kalíum og hjálpa líkamanum að koma jafnvægi á ph gildi líkamans.


Panta þarf með dagsfyrirvara.

Selleríhreinsun Tobbu

Þú getur valið um að kaupa eina flösku af sellerísafa eða tekið 5 daga selleríhreinsun. Sú hreinsun inniheldur 5 x 330ml flöskur af nýpressuðu selleríi og engu öðru. Mælum með að drekka eina flösku á fastandi maga í upphafi dags. Sellerí þykir hafa mjög hreinsandi áhrif og er bæði vatnslosandi og mjög gott fyrir húðina. Einnig er talið að sellerí geti bætt lifrarstarfsemina með hreinsandi áhrifum sínum. Hægt er að nýta selleríhreinsun eina og sér með hefðbundnu mataræði eða bæta henni við detox pakka eða six pack. Einnig er hægt að kaupa flösku af engiferskoti og taka eitt skot eftir safann ef fólki finnst bragðið vera krefjandi.
Sellerí eitt og sér er ekki sérlega bragðgott en áhrifin eru það svo sannarlega. Við leitumst við að nota alltaf besta fáanlega hráefnið og kaupum því íslenskt sellerí þegar kostur gefst og eltum svo besta hráefnið milli landa eftir árstíðum og framboði.


Mælum með að prófa að drekka sellerísafa á fastandi maga í eina viku. Hvíla svo í 2 vikur og byrja aftur. Vinna sig upp. Drekka í viku og hvíla í viku. Þangað til þú ert orðin góð/ur í að drekka safa annan hvern dag eða á hverjum degi.


Panta þarf með dagsfyrirvara.

Share by: